Hlaupvídd sex eftir Sigurð Pálsson - veggspjald frá Nemendaleikhúsinu

Leiklistarskóli SÁL var starfræktur á árunum 1972-1975. Á þeim tíma var enginn starfandi leiklistarskóli á Íslandi eftir að Þjóðleikhúsið og Leikfélag Reykjavíkur lokuðu sínum skóla til að þrýsta á ríkið til að opna ríkisrekinn leiklistarskóla. Sumarið 1972 fundaði hópur af ungu fólki sem var orðið óþolinmótt eftir nýjum skóla og í kjölfarið voru Samtök áhugafólks um leiklistarnám (SÁL) stofnsett og skólinn opnaður um haustið.  Skólinn var rekinn af nemendunum sjálfum sem horfðu til hugmynda á Norðurlöndunum til að smíða námskránna. Eftir þriggja ára baráttu var Leiklistarskóli Íslands opnaður 1975. Stór hluti nemenda SÁL fékk inngöngu í skólann. Innan skólans var Nemendaleikhúss sett á legg, eitt af stóru baráttumálum SÁL nemenda.

Hlaupvídd sex var skrifað sérstaklega af höfundinum Sigurði Pálssyni fyrir Nemendaleikhús Leiklistarskóla Íslands og frumflutt 1977, Þórhildur Þorleifsdóttir leikstýrði, en þau voru bæði kennarar við SÁL skólann. Stór hluti leikhópsins voru nemendur úr 2. bekk SÁL skólans. Ásta Ólafsdótttir hannaði veggspjaldið.

Sýning í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun Leiklistarskóla SÁL verður opnuð í safninu í október.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall