Þekkingarveita í allra þágu

18.10.2022

Nýrri stefnu Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns fyrir árabilið 2023–2027 var nú ýtt úr vör eftir nokkurn undirbúningstíma 14. október 2022. Stefnan byggir á þeim lagaramma sem safnið starfar eftir, eldri stefnum og þeim málefnasviðum sem lögbundin verkefni safnsins taka til. Stefnumótunar­hópur innan safnsins vann að greiningu á starfseminni, tækifærum til breytinga og til að gera betur. Annað starfsfólk tók einnig þátt í verkefninu. Sett eru fram 27 stefnumál, sem skiptast í sjö málaflokka og verða til úrlausnar á næstu árum.

Stefnuna má lesa hér.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall