Vefur um Rauðsokkahreyfinguna

27.10.2022

Síðla árs 2018 komu fulltrúar stofnenda Rauðsokkahreyfingarinnar saman og ræddu möguleika á að opna sérstakan skjala- og upplýsingavef í samstarfi við Kvennasögusafn og Landsbókasafn. Á fundi þeirra með landsbókaverði, sviðstjóra varðveislu og fagstjóra Kvennasögusafns þann 19. nóvember sama ár var tillagan samþykkt og samstarfið fór af stað. Vefurinn var opnaður formlega þan 24. október 2022. Í verkefnisstjórn fyrir hönd Rauðsokka voru Auður Hildur Hákonardóttir, Dagný Kristjánsdóttir, Edda Óskarsdóttir, Elísabet Gunnarsdóttir, Gerður G. Óskarsdóttir, Guðrún Ágústsdóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Helga Ólafsdóttir og Kristín Ástgeirsdóttir. Vefurinn er styrktur af Jafnréttissjóði, mennta- og menningarmálaráðuneytinu, mannréttindaráði Reykjavíkurborgar, myndríkri miðlun um sögu Reykjavíkur og Minningarsjóði Eðvarðs Sigurðssonar.

Hér má sjá vefinn um Rauðsokkahreyfinguna.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall