Perla Fáfnisdóttir - ungfrú Alísland

Nýr skjala- og upplýsingavefur um og eftir Rauðsokkahreyfinguna (1970–1982) hefur nú verið opnaður. Vefurinn er unninn upp úr skjölum hreyfingarinnar sem eru varðveitt á Kvennasögusafni. Meðal þess sem varðveist hefur eru stór, handgerð veggspjöld sem sýna vel hversu gáskafull hreyfingin gat verið í aðgerðum sínum.

Kjörgripur safnsins í nóvember er veggspjald af Perlu Fáfnisdóttur, sem Edda Óskarsdóttir bjó til, sýnir krýningu beljunnar Perlu sem ungfrú Alísland. Rauðsokkarnir mótmæltu ófáum fegurðarsamkeppnum en sú þar sem Perla var krýnd fór fram á Akranesi í september 1972. Þá fengu Rauðsokkar lánaða frá Sæmundi bónda Gíslasyni kvíguna Perlu Fáfnisdóttur Blesasonar frá Galtalæk í Skilmannahreppi og krýndu hana „Miss Young Iceland“, með tilheyrandi borða og silfurkórónu, fyrir utan Hótel Akranes þar sem fegurðarsamkeppnin fór fram á almennum dansleik. Tveir menn stóðu að keppninni en þeir höfðu stuttu áður keypt réttinn til að halda „Fegurðarsamkeppni Íslands“ fyrir hálfa milljón, sem í dag reiknast til fimm milljóna.

Rauðsokkarnir voru samankomnir á Akranesi til að funda með kvennadeild Verkalýðsfélags Akraness um daginn en enduðu svo á að mótmæla keppninni um kvöldið. Rauðsokkarnir komu ekki bara með kvíguna með sér til keppninnar heldur útbýttu líka skoðanakönnun á mótmælunum þar sem var spurt hvort vægi þyngra „brjóstmál eða brjóstgæði, mjaðmamál eða mannkostir, þyngd eða þolinmæði, fegurð eða félagsþroski.“

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall