Málþing um Leiklistarskóla SÁL

01.02.2023

Þann 2. febrúar fór fram málþing í fyrirlestrasal Landsbókasafns um Leiklistarskóla SÁL (Samtaka áhugafólks um leiklistarnám). Málþingið var haldið samhliða sýningu sem stendur yfir í Þjóðarbókhlöðu á myndum og gögnum sem nemendur og kennarar skólans gáfu Leikminjasafni Íslands til varðveislu í tilefni af því að 50 ár eru liðin frá stofnun Leiklistarskóla SÁL sem var stórmerkileg stofnun, leiklistarskóli stofnaður og rekinn af nemendunum sjálfum, á tímabilinu 1972-1975. Þarna fór fram mikið hugsjónastarf og bakvið tjöldin mikil barátta nemenda fyrir nýjum aðferðum í leiklistarkennslu og ríkisreknum leiklistarskóla. Fundarstjóri var Lísa Pálsdóttir. Ávörp fluttu Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, Kári Halldór Þórsson, leikstjóri og leiklistarkennari, Viðar Eggertsson, leikari, leikstjóri og fyrrv. leikhússtjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrv. borgarstjóri og ráðherra, Ása Helga Proppé Ragnarsdóttir, aðjúnkt emeritus við HÍ, Bjarni Ingvarsson, leikari, Þorleifur Hauksson, fulltrúi SÁLkennara og Hanna María Karlsdóttir, leikkona. Í pallborði sátu Helga Hjörvar, leiklistarkennari, Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri, Karl Ágúst Þorbergsson,sviðslistamaður og lektor við LHÍ, Ingibjörg Briem, fyrrv. framkvæmdastjóri SÁL, Guðrún Gísladóttir, leikkona og Ólafur Örn Thoroddsen, leikari. Fullt var út úr dyrum og fyrirlestrarnir fjölbreyttir, skreyttir með bæði leik og söng.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall