Upplýsinga- og miðlalæsisvika verður haldin í fyrsta skipti á Íslandi 13.-17. febrúar 2023. Að vikunni stendur Tengslanet um upplýsinga- og miðlalæsi (TUMI) með styrk frá Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu og Sóley, styrktarsjóði á vegum Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Fulltrúi Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns í tengslanetinu er Hilma Gunnarsdóttir sérfræðingur.
Í vikunni verður nýtt fræðsluefni í miðlalæsi fyrir miðstig grunnskóla (5.-7. bekkur) kynnt til sögunnar og gert aðgengilegt öllum skólum á landinu. Um er að ræða sex stutt fræðslumyndbönd sem tengist miðlalæsi. Hverju myndbandi fylgja umræðupunktar og kennsluleiðbeiningar til þess að aðstoða kennara við að eiga samtal við nemendur um ábyrga síma- og netnotkun.
Einn af hápunktum vikunnar er málþing um upplýsinga- og miðlalæsi sem haldið verður í Grósku fimmtudaginn 16. febrúar kl. 9:00-12:00. Á málþinginu verða meðal annars pallborðsumræður um miðlalæsi útfrá ýmsum hliðum þar sem Ingibjörg S. Sverrisdóttir landsbókavörður er einn þátttakenda. Skráning á málþingið og upplýsingar um vikuna má finna hér.
Á vef Fjölmiðlanefndar má lesa nánar um miðlalæsi og tengslanetið.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.