Pólýfónkórinn – veggspjald fyrir tónleika í Kristskirkju, Landakoti, í apríl 1961

Ingólfur Guðbrandsson stofnaði Pólýfónkórinn árið 1957 og opnaði um leið þjóðinni kórtónlist frá endurreisnar- og barokktímabilinu, tónlist sem í mörgum tilfellum hafði aldrei heyrst á Íslandi.

Allt frá upphafi var mikil aðsókn að tónleikum kórsins og umfjallanir um söng kórsins í flestum tilfellum lofsamlegar. Vakti efnisvalið oftast sérstaka athygli, tónlist frá 16. og 17. öld og ekki síst, sem var einkenni kórsins alla tíð, hinn hreini og bjarti söngur. Ingólfur lagði ávallt áherslu á raddþjálfun kórfélaga og fékk söngvara til að leiðbeina kórfólkinu.

Kórinn flutti ekki aðeins tónlist liðinna alda, heldur einnig verk 20. aldar tónskálda, og ný verk eftir ung íslensk tónskáld.

Varðveitt er veggspjald frá árinu 1961 þar sem auglýstir eru tónleikar sunnudaginn 16. og þriðjudaginn 18. apríl í Kristskirkju í Reykjavík.

Flutt var kirkjuleg tónlist 17.-20. aldar, m.a. var frumflutt á Íslandi verkið Totentanz eftir Hugo Distler. Haukur Guðlaugsson sá um orgelleik og Lárus Pálsson leikari las upp. Stjórnandi var Ingólfur Guðbrandsson.

Um sumarið 1961 fór Pólýfónkórinn í sína fyrstu utanlandsferð, til Englands þar sem hann tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni. Kórinn var valinn í þriðja sæti í keppni kóranna sem voru frá 27 löndum. Eftir keppnina fór kórinn í tónleikaferð um Bretland og á efnisskránni var bæði kirkjuleg og veraldleg tónlist. Kórinn söng einnig í BBC í London. Sýning stendur nú yfir í safninu um Ingólf Guðbrandsson og Pólýfónkórinn.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall