Gísli J. Ástþórsson

Aldarminning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

05.04.2023 - 1.10.2023

Gísli J. Ástþórsson fæddist þann 5. apríl 1923. Hann var þekktur sem blaðamaður, ritstjóri, rithöfundur, leikritaskáld, myndasöguhöfundur og teikn­ari. Gísli lauk BA-prófi í blaðamennsku frá University of North Carolina í Bandaríkjunum árið 1945 og var fyrsti menntaði blaðamaður landsins.

Hann sló nýjan tón í blaðamennsku hér á landi og lagði áherslu á hnitmiðaðan fréttaflutning óháðan flokkspólitík. Að loknu námi réðst Gísli til Morgunblaðsins þar sem hann starfaði sem blaðamaður næstu fimm árin. Síðan vann hann ýmis störf, bæði til sjós og lands, og stofnaði meðal annars og ritstýrði fréttablaðinu Reykvíkingi sem kom út hálfsmánaðarlega með níu tölublöðum árið 1952.

Hann var svo ritstjóri Vik­unnar frá 1953-1958 og Alþýðublaðsins frá 1958-1963. Það var á Alþýðublaðsárunum að fyrstu ádeiluteikningar hans birtust við upphaf fyrsta þorskastríðsins 1958.

Teiknimyndasagan hans um Siggu Viggu, fiskvinnslustúlkuna í gúmmístígvélunum, birtist einnig fyrst í Alþýðublaðinu en síðar í Morgunblaðinu og nokkrum bókum.

Eftir að Gísli hætti sem ritstjóri Alþýðublaðsins vann hann um tveggja ára skeið á dagskrárdeild Ríkisútvarpsins, en sneri sér síðan að kennslu í gagnfræðaskóla. Hann réðst svo aftur til Morgunblaðsins árið 1973 þar sem hann starfaði til 1993 er hann lét af störfum vegna aldurs. Það var á þessum árum hans á Morgunblaðinu að ádeilu­serían „Þanka­strik“ leit dagsins ljós, en hún hélt svo áfram á Dagblaðinu eftir að Gísli hætti á Morgunblaðinu.

Eftir Gísla liggja skáldsögur, smásagnasöfn og leikverk, auk kilja með mynda­sögunum um Siggu Viggu og félaga. Gísli lést 25. ágúst 2012.

Í tilefni af aldarminningu Gísla afhentu afkomendur hans safninu gögn úr hans fórum og opnuð var sýning í safninu á fæðingardegi hans, 5. apríl.

Sýningarskrá

 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Af jörðu

Af jörðu

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Norrænt bókband 2013

Norrænt bókband 2013

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Eylenduhugsanir Jean Larson (lokið)

Eylenduhugsanir Jean Larson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Fortíðarraddir

Fortíðarraddir

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall