Erasmus+ heimsókn

27.04.2023

Í vikunni var starfsfólk háskólabókasafna frá Vín í Austurríki, Varsjá og Kraká í Póllandi, Ostrava í Tékklandi, Cagliari á Ítaliu og Kýpur, í heimsókn á safninu. Heimsóknin er á vegum Erasmus+ en Erasmus+ er styrkjaáætlun ESB fyrir mennta-, æskulýðs- og íþróttamál 2021-2027.

Gestirnir hittu starfsfólk frá öllum sviðum safnsins, sem kynntu fyrir þeim hin fjölbreyttu verkefni sem safnið sinnir, bæði sem þjóðbókasafn og sem bókasafn Háskóla Íslands.

Við þökkum þeim kærlega fyrir að heimsóknina.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall