Upplestur úr bókum sem tilnefndar hafa verið til Maístjörnunnar

04.05.2023

Í hádeginu fimmtudaginn 4. maí var lesið úr bókum sem tilnefndar hafa verið til Maístjörnunnar í fyrirlestrasal safnsins að viðstöddu fjölmenni. Emma Björk Hjálmarsdóttir var kynnir.
Ugla Egilsdóttir las úr Skurn eftir Arndísi Lóu Magnúsdóttur. Útgefandi: Una útgáfuhús.
Bergþóra Snæbjörnsdóttir las úr bók sinni Allt sem rennur. Útgefandi: Benedikt.
Ólafur Egilsson las úr bókinni Sjófuglinn eftir Egil Ólafsson. Útgefandi: Bjartur.
Ragnheiður Tryggvadóttir las úr bókinni Urta eftir Gerði Kristnýju. Útgefandi: Mál og menning.
Natasha S. las úr bók sinni Máltaka á stríðstímum. Útgefandi Una útgáfuhús.
Sunna Dís Másdóttir las úr bók sinni Plómur.Útgefandi: Mál og menning.

Í anddyri safnsins hefur verið sett upp lítil sýning með bæði tilnefndum bókum og fleiri ljóðabókum sem komu út 2022, en þær voru alls 93 talsins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall