Maístjarnan fyrir ljóðabók ársins 2022

Allt sem rennur eftir Bergþóru Snæbjörnsdóttur

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

24.05.2023 - 06.09.2023

Ljóðabókaverðlaunin Maístjarnan voru afhent í Þjóðarbókhlöðunni miðvikudaginn 24. maí. Rithöfundasamband Íslands stendur að verðlaununum ásamt Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni.

Maístjörnuna fyrir ljóðabók ársins 2022 hlýtur Bergþóra Snæbjörnsdóttir  fyrir bókina Allt sem rennur.

Í umsögn dómnefndar um verðlaunabókina segir:

„Ljóðin í Allt sem rennur virðast jafnvel hrjúf brot úr veruleikanum, en mynda ægifagra heild sem knýja lesandann ekki eingöngu til að líta veruleikann nýjum augum heldur einnig sjálfan sig og þar að auki til að takast á við hvort tveggja. Þau eru áhrifamikil ein og sér, standa sem snöggar svipmyndir, svíðandi frásagnir, fagrar frummyndir sem mynda víðáttumikla heild. Skáldið nær hér einstöku sambandi við lesandann á kraftmikinn og uppljómandi hátt. Allt sem rennur er verk sem ber töfrum ljóðlistarinnar hrópandi vitni.“

 

Sýning á verðlaunabókinni og fyrri verkum höfundar var opnuð af þessu tilefni.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Þýðingar á íslenskum bókmenntum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Norrænt bókband 2013

Norrænt bókband 2013

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Eiríkur Magnússon bókavörður

Eiríkur Magnússon bókavörður

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Utangarðs?

Utangarðs?

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall