Deleríum búbónis eftir Jónas og Jón Múla Árnasyni

Jónas Árnason alþingismaður og rithöfundur var fæddur á Vopnafirði þann 28. Maí 1923 og er því öld liðin frá fæðingu hans um þessar mundir. Jónas lést þann 5. Apríl 1998. Jónas starfaði við blaðamennsku, sjómennsku og kennslu á yngri árum. Hann sat á Alþingi fyrir Sósíalistaflokkinn frá 1949 til 1953 og fyrir Alþýðubandalagið frá 1967 til 1979. Meðfram störfum sínum samdi Jónas leikrit  í samvinnu við bróður sinn Jón Múla.

Samvinna þeirra bræðra, Jónasar og Jóns Múla Árnasona, að leikritagerð hófst árið 1954. Þá frumflutti Ríkisútvarpið skömmu fyrir jól gamansöngleik þeirra, Deleríum búbónis.  Báðir voru bræðurnir skrifaðir fyrir textanum, Jón Múli hafði að sjálfsögðu samið lögin, Jónas söngtextana. Leikfélag Reykjavíkur færði söngleikinn á svið Iðnó í janúar 1959. Verkið hlaut fádæma vinsældir og textar Jónasar við lög Jóns Múla hafa öðlast sjálfstætt líf og sess meðal þjóðarinnar, s.s. „Söngur jólasveinanna“ (Úti er alltaf að snjóa), „Einu sinni á ágústkvöldi“ og „Ljúflingshóll“.

Varðveitt er í Leikminjasafninu, undir safnmarkinu LMÍ 2021/10, handritið að söngleiknum sem ber þar titilinn „Gleðileg jól hf eða Deleríum búbónis eða Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá“. Undir skrifa Einbjörn og Tvíbjörn, sem voru meðal margra dulnefna þeirra bræðra. Með handritinu fylgir bréf frá Jónasi til Jóns Múla, sem talið er tengjast söngleiknum, þar sem hann útskýrir að söngleikurinn megi alls ekki vera lengri en 2 klukkustundir og 10 til 20 mínútur og best sé að sleppa hátíðaratriðinu í lokin. Jónas leikstýrði leikritinu sjálfur hjá Ungmennafélaginu Skallagrími í Borgarnesi 1966.

Í minningu Jónasar Árnasonar er handritið að Deleríum búbónis og bréf hans til bróður síns kjörgripir safnsins í júní 2023.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall