Heimsókn frá Möltu

23.06.2023

Sendiherra Möltu á Íslandi, Jesmond Cutajar, heimsótti safnið 22. júní s.l. Hann var að afla upplýsinga um bókasöfn á Íslandi, bókaútgáfu/bóksölu, þýðingarmál og ekki síst um starfsemi Lbs-Hbs. Hann óskaði eftir upplýsingum og samstarfi auk þess að skoða húsakynni safnsins. Hann færði safninu tvær bækur eftir Maroma Camilleri, um búninga og tísku fyrri alda á Möltu og um umsátrið um Möltu 1565, þegar Tyrkjaveldi eða Ottómanar reyndu að ná eyjunum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall