Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur

Kjörgripur júlímánaðar er leikritið Tengdamamma, eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem var gefið út á bók árið 1923 vegna vinsælda sinna. Það var samið ár 1920 og sett á svið ári síðar víða um Eyjafjörð og á Akureyri en einnig í Iðnó í Reykjavík árið 1923. Það var eitt af fáum leikritum eftir íslenska konu sem sýnd voru á sviði á þessum tíma. Leikritið var svo flutt í útvarpi árið 1977 í tengslum við aldarafmæli Kristínar.

Kristín var fædd þann 13. júlí árið 1876 á Helgastöðum í Saurbæjarhrepp í Eyjarfirði. Tengdamamma var fyrsta verk hennar sem var gefið út á bók. Síðar komu út eftir hana tvö önnur leikrit, en mun fleiri voru sett á svið. Einnig gaf Kristín út smásagnasafn og tvær skáldsögur.

Kristín giftist Pálma Jóhannessyni árið 1901 og stunduðu búskap í Eyjafirði. Þau eignuðust sex börn og það var ekki fyrr en eftir að þau voru komin á legg, og Kristín var um fertugt, sem hún fór að leggja kapp á skriftir. Fjölskyldan flutti árið 1930 til Akureyrar og bjó lengst af á Sigurhæðum. Kristín lést árið 1953.

Kristín byrjaði ung að semja vísur og samdi einnig fjölda erfiljóða og tækisfærivísna um ævina, en brenndi sjálf töluvert af verkum sínum. Mörg handritin eru þó varðveitt í einkaskjalasafni hennar á Kvennasögusafni. Það var afhent af dóttur og uppeldisdóttur Kristínar, þeim Guðrúnu Pálmadóttur og Lilju Sigurðardóttur ásamt Sigrúnu Klöru Hannesdóttur, síðar Landsbókaverði, árið 1994.

Kafli úr Tengdamömmu birtist í tímaritinu Emblu árið 1946 og er á timarit.is.

 

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall