Róbert Arnfinnsson 100 ára - minningarsýning

16.08.2023

Kjörgripur ágústmánaðar á Landsbókasafni er fyrsta albúmið sem Róbert Arnfinnsson leikari setti saman um sitt stórmerkilega ævistarf og er það til sýnis á Íslandssafni. Í tilefni af því að Róbert hefði orðið 100 ára þann 16. ágúst fékk Leikminjasafnið afskaplega góða heimsókn frá nánustu fjölskyldu Róberts. Í heimsókn komu Stella Guðmundsdóttir, ekkja Róberts, Alma Ch. Róbertsdóttir og Agla Bj. Róbertsdóttir dætur hans og eiginmenn þeirra, Þorlákur Hermannsson og Stefán Kristjánsson. Með í för var Kolbrún Halldórsdóttir fyrrum stjórnarformaður Leikminjasafns. Landsbókavörður og sérfræðingur Leikminjasafns tóku á móti þessum fríða flokki sem skoðuðu gögn úr einkaskjalasafni Róberts (Lbs 476 NF og Lbs 2019/27) þar á meðal veggspjald úr leikferð hans með Zorba til Þýskalands, sminktöskuna hans, úrklippubók og skylmingarsverð sem talið er að hann hafi fengið að gjöf frá Klemenzi Jónssyni.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall