Fimmtíu fyrstu söngvar

Ingólfur Guðbrandsson varð þekktur í íslensku skólalífi fyrir störf sín í Laugarnesskólanum frá 1943 til1957. Menntamálaráðherra skipaði Ingólf námsstjóra í tónlist 1956 og fékk Ingólfur meðal annars opinberan styrk til að kynna sér tónlist í norrænum skólum, einkum í Svíþjóð. Staða söngkennara var bágborin á þessum árum. Allt skorti; hljóðfæri, námsefni og þekkingu. Beitti Ingólfur sér meðal annars fyrir útgáfu vandaðrar söngbókar, Fimmtíu fyrstu söngvar, árið 1957. Hann gaf svo bókina út aftur 1960 með myndskreytingum Barböru Árnason og var lítil hljómplata gefin út með bókinni. Myndskreytingar Barböru Árnason voru vandaðar, sem og val sönglaganna og prentun bókarinnar. Lítill skilningur var þó á útgáfu bókarinnar á sínum tíma, og nauðsyn hennar, og heldur ekki á annarri bók með 200 völdum söngvum fyrir börn sem Ingólfur hafði undirbúið, en aldrei kom út.

Bókin Fimmtíu fyrstu söngvar sem  Ingólfur Guðbrandsson valdi og gaf út 1960 með myndskreytingum Barböru Árnason er aðgengileg á vefnum baekur.is og er kjörgripur safnsins í septembermánuði.

Sýning í tilefni af því öld er liðin frá fæðingu Ingólfs stendur út september.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Einkaskjalasafn Róberts Arnfinnssonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Tengdamamma eftir Kristínu Sigfúsdóttur

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Teikningar Gísla J. Ástþórssonar

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall