Teikningar Rauðsokkahreyfingarinnar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

07.09.2023 - 29.11.2023

Teikningar og grafík prýða málgögn Rauðsokkahreyfingarinnar (1970—1982). Þessar myndir voru notaðar til vitundarvakningar, til að fylkja liði, til þess að blása lífi í áður óheyrðar sögur og mál­efni sem gat reynst erfitt að ræða um eða skilja, jafnt sem að teikn­ingarnar voru til þess að skemmta og hæðast að þeim mótbárum sem hreyfingin mætti. Teikningarnar, meira að segj­­a þær skop­legustu, eru beittar, áríðandi og óskammfeilnar, og bera með sér þessa einstöku orku sem umvafði hreyfinguna. Þær tala beint inn í myndnotkun og myndmál annarra kvennahreyf­inga á þessum tíma og tengja sig þannig við alþjóðlegan umræðugrundvöll óháð tungu­máli. Skarpar línur, fígúrur og rauði litur­inn tóku virk­an þátt í að lyfta því grettistaki sem Rauðsokkur ruddu úr vegi. Teikningarnar sem eru hér til sýnis eru fengnar úr tíma­riti þeirra Forvitin rauð, úr Þjóðvilj­anum og úr safnkosti Kvenna­sögusafnsins sem sá um að leið­beina í þess­u verk­efni sem unn­ið var í samstarfi við Íslenska teikn­i­setrið og styrkt af Rannís, Nýsköpunarsjóði námsmanna. Karólína Rós Ólafsdóttir og Boaz Yosef Friedman tóku saman textann.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Gísli J. Ástþórsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Bernska skálds í byrjun aldar (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Arfur aldanna I-II

Arfur aldanna I-II

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall