Sýning í Þjóðarbókhlöðu
08.09.2023 - 29.10.2023
Hermann Kjartansson stærðfræðingur hefur gefið Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni höfðinglega gjöf bóka um stærðfræði auk nokkurra bóka um skyld efni, stærðfræðilega eðlisfræði, stjarneðlisfræði og tölvunarfræði. Allar bækurnar í gjöfinni, um það bil 100 talsins, eru nýlegar og vel með farnar. Bróðurparturinn er ætlaður nemendum í framhaldsnámi og öðrum sem stunda rannsóknir í stærðfræði og skyldum fögum. Bókum sem ætlaðar eru nemendum í grunnnámi í stærðfræði verður stillt upp í stærðfræðihillum safnsins, en kennslubókum fyrir framhaldsnema og rannsóknaritum verður stillt upp í safndeildinni í Tæknigarði.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.