Örsýning í minningu Guðbergs Bergssonar

12.09.2023

Í minningu Guðbergs Bergssonar (1932-2023) hefur verið stillt upp í safninu nokkrum bóka hans og einu handriti. Fyrsta bók Guðbergs var skáldsagan Músin sem læðist sem kom út árið 1961. Tómas Jónsson metsölubók, sem kom út fimm árum síðar, vakti talsverða athygli og er oft talin fyrsta móderníska skáldsagan á íslensku. Guðbergur hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir skáldsöguna Svaninn árið 1991. Bókin hefur komið út á mörgum tungumálum, m.a. á tékknesku 1993 í þýðingu Ivo Zelezný. Guðbergur hefur þýtt fjölda öndvegisverka bókmenntanna úr spænsku, þar á meðal Hundrað ára einsemd eftir Gabriel Garcia Márquez, sem kom út 1978. Hann afhenti handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns handrit að þýðingu sinni á þeirri bók 1981. Það ber nú safnmarkið Lbs 4618 8vo. Er hér einungis um að ræða brot af sögunni en jafnframt er þetta eina handritið að verkum Guðbergs sem varðveitt er hér á safninu.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall