Kvennaverkfall 24. október

20.10.2023

Á safninu starfa 2/3 konur og kvár, því verður þjónusta safnsins mjög skert á kvennaverkfallsdaginn þriðjudaginn 24. október 2023.

Safnið verður opið 8:15-17:00.

Í þjónustuborði safnsins á 2. hæð verður einungis hægt að skila bókum í kassa og taka bækur að láni með því að nota sjálfsafgreiðsluvélina sem staðsett er fyrir framan þjónustuborðið. Til að taka bækur að láni í henni, þurfa gestir að nota PIN-númer. Hér eru leiðbeiningar um hvernig gestir búa sér til PIN-númer fyrir sjálfsafgreiðsluvélina.

Háma verður lokuð.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall