Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Lothar Grund var fæddur í Schwering í Þýskalandi 22. október 1923. Árið 1950 flutti Lothar til Íslands í leit að nýjum tækifærum. Stuttu seinna kynntist hann leikkonunni Önnu Þorbjörgu Halldórsdóttur, þau giftust 25. júlí 1952 og eignuðust þrjá syni: Pétur Adolf Garðar, Atla Halldór og Alfreð. Fjölskyldan flutti til Þýskalands í lok sjötta áratugarins og settist að í Hamborg. Lothar lést 15. nóvember 1995.

Á árunum 1951-1958 vann Lothar að ríflega fimmtíu leiksýningum af öllum stærðum og gerðum fyrir fjölbreytt leikfélög, á atvinnuleiksviði og fyrir áhugauppsetningar. Metnaður, reynsla og listfengi hans höfðu ómæld áhrif á íslenska leikmynda- og búningahönnun, líklega meiri en áður hefur verið talið.

Einkaskjalasafn Lothars (LMÍ 2022/6) er varðveitt í Leikminjasafni. Í safninu eru u.þ.b. þrjú hundruð leikmynda- og búningateikningar. Í safninu má sömuleiðis finna umtalsvert magn af teikningum og klippimyndum sem tengjast hugmyndavinnu hans fyrir Rínargullið eftir Richard Wagner, farandsýningu, sem var hugsuð fyrir nemendur í skólum, en aldrei sýnd hér á landi.

Myndin er leikmyndateikning fyrir Spádóminn eftir Tryggva Sveinbjörnsson sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu árið 1956 og leikstýrt af Indriða Waage. Lothar hannaði bæði leikmynd og búninga fyrir sýninguna. Spádómurinn kolféll og var leikritið einungis sýnt sex sinnum, aðallega fyrir tómu húsi, en Lothar fékk þó glóandi umsagnir fyrir leikmynd og búninga.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall