Opnun sýningar um Lothar Grund

03.11.2023

Fimmtudaginn 2. nóvember var opnuð í safninu sýning um leikmynda- og búningahöfundinn Lothar Grund. Í tilefni dagsins var boðið upp á stutta dagskrá í fyrirlestrarsal safnsins. Landsbókavörður bauð gesti velkomna og sérfræðingur Leikminjasafns, Sigríður Jónsdóttir, hélt stutta kynningu um tildrög og hugmyndafræði sýningarinnar. Að lokum sagði Brynjar Bragason nokkur orð fyrir hönd fjölskyldu Lothars og konu hans, Önnu Halldórsdóttur. Tvö barnabörn þeirra komu sérstaklega frá Þýskalandi til að vera viðstödd opnunina. Menningarfulltrúi þýska sendiráðsins á Íslandi, Sabine Friðfinnsson, og þýski sendiherrann á Íslandi, Clarissa Duvigneau, fá þakkir fyrir samstarfið við sýninguna. 

Hér má sjá sýningarskrá og sýningarspjöld


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall