Erlend handrit úr bókasafni Willards Fiske

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

18.10.2023 - 12.11.2023

Einn dyggasti stuðningsmaður Landsbókasafns var bandaríski auðkýf­ingurinn og bókavörðurinn Willard Fiske (1831–1904). Í lifanda lífi gaf hann safninu yfir 1.500 bækur en ánafnaði safninu síðan stóran hluta bóka sinna í erfðaskrá og taldi dánargjöf hans yfir 2.500 bindi, bækur sem margar hverjar eru dýrmætar og fáséðar. Barst gjöfin til safnsins fljótlega eftir andlát hans en var ekki tekin upp úr kössum fyrr en eftir flutning safnsins í Safnahúsið árið 1908. Nýlega uppgötvaðist að á meðal bóka sem safninu bárust úr bókasafni Fiskes voru fjögur erlend handrit, sem öll eru einstök. Eitt þessara handrita, Lbs 5336 8vo, er tíðabók skrifuð á bókfell, senni­lega á 15. eða 16. öld. Í handritinu er að finna Krosstíðir og Maríutíðir á latínu. Tvö handritanna eru á ottómanskri tyrknesku / persnesku og tilheyra bókmenntahefð Ottómana Tyrkja. Þau eru skrifuð með arabísku letri og því lesin frá hægri til vinstri. Fjórða handritið, Lbs 5339 8vo, er guðspjallabók á armensku. Ekki er vitað hvar eða hvenær Willard Fiske komst yfir þessi handrit, hvort hann hafi keypt þau eða fengið að gjöf. Þó er vitað að auk þess að vera mikill bókasafnari var Fiske áhugamaður um Egyptaland og egypska menningu og mun oft hafa ferðast þangað. Öll handritin hafa verið mynduð og eru aðgengileg á handrit.is. Næstu daga má einnig líta þau augum í sýningarskáp í forsal Íslandssafns á 1. hæð.

Bæklingur

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

„Fræknustu sporin“

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Fyrsta íslenska LP platan 1956 og þróun íslenskra hljómplatna

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Maístjarnan - sýning á tilnefndum bókum

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall