Helmingur þjóðarinnar notar bókasöfn

16.11.2023

Skv. niðurstöðum nýrrar lestrarkönnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta, sem voru birtar í dag á degi íslenskrar tungu, kemur fram að s.l. ár hafi um helmingur þjóðarinnar farið á bókasöfn eða nýtt sér rafræna þjónustu þeirra. Konur nota sér þjónustu bókasafna oftar en karlar. Mikill meirihluti landsmanna telur mikilvægt að íslenskar bókmenntir hafi aðgang að opinberum stuðningi. Notkun hljóðbóka hefur aukist verulega, en lestur prentaðra bóka dregist saman. Bækur eru vinsælar til gjafa og skáldsögur eru vinsælasta lesefnið í öllum aldurshópum.

Nánari útlistun á niðurstöðu könnarinnar er á vef Miðstöðvar íslenskra bókmennta.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall