Þýðingar íslenskra bókmennta á pólsku og portúgölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

27.11.2023 - 24.11. 2024

Orðstír, heiðursverðlaun fyrir þýðingar íslenskra bókmennta á erlendar tungur, eru afhent annað hvert ár í tengslum við Bókmenntahátíð. Viðurkenningin er veitt einstaklingum sem hafa þýtt verk úr íslensku á annað mál með vönduðum hætti og með þeim árangri að aukið hafi hróður íslenskrar menningar á erlendum vettvangi.

Heiðursverðlauninin Orðstír hlutu árið 2023 þeir Jacek Godek frá Póllandi og Luciano Dutra frá Brasilíu.

Jacek Godek er mikilvirkur pólskur þýðandi sem hefur þýtt úr íslensku á pólsku í meira en 50 ár. Hann bjó á Íslandi sem barn og gekk bæði í Melaskóla og Hagaskóla en lauk stúdentsprófi í Pólland­i. Af öllum þeim fjölda verka sem Jacek hefur þýtt mætti nefna ljóð eftir Jónas Hallgrímsson og ljóðabókina Frelsi eftir Lindu Vilhjálmsdóttur en sú bók í pólskri þýðingu Jaceks hlaut verðlaunin European Poet of Freedom árið 2018. Jacek hefur verið öflugur talsmaður íslenskra bókmennta í Póllandi og skáldsögurnar sem hann hefur þýtt telja nokkra tugi.

Luciano Dutra er öflugur þýðandi íslenskra bókmennta á portúgölsku. Hann er frá Brasilíu og kom fyrst til Íslands árið 2002 að nema íslensku því hann vildi geta miðlað íslenskum miðaldabókmenntum til samlanda sinna á portúgölsku. Hann lauk námi í íslensku og þýðingafræði og hefur síðan þýtt fjölmargar bækur á portúgölsku, meðal annars Rökkurbýsnir og Skugga-Baldur eftir Sjón, Engl­a alheimsins eftir Einar Má Guðmundsson, Forðist okkur eftir Hugleik Dagsson og nú síðast Merkingu eftir Fríðu Ísberg.

Að Orðstír standa Miðstöð íslenskra bókmennta, Íslandsstofa, Bandalag þýðenda og túlka, embætti Forseta Íslands og Bókmenntahátíð í Reykjavík. 

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Ingólfur Guðbrandsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Spánverjavígin 1615

Spánverjavígin 1615

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Á aðventu 1994

Á aðventu 1994

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á norsku og þýsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall