Skjalasafn Hringsins

Hringurinn, kvenfélag í Reykjavík, fagnar 120 ára stofnafmæli sínu þann 26. janúar 2024. Félagið vinnur að líknar- og mannúðarmálum, sérstaklega í þágu barna.

Skjalasafn Hringsins er kjörgripur mánaðarins á Landsbókasafni. Það er varðveitt á Kvennasögusafni og var afhent í kjölfar glæsilegrar útgáfu á starfssögu félagsins sem Björg Einarsdóttur ritaði og Hið íslenska bókmenntafélag gaf út árið 2002.

Aðdragandi stofnunar félagsins var veikindi Kristínar Vídalín Jacobson (1864–1943) sem lá í sex mánuði á spítala í Kaupmannahöfn 1893–1894 og varð vitni að eymdinni sem fylgdi því að vera í fjárhagserfiðleikum í veikindum sínum. Hún hét því að vinna að bættum hag þeirra sem takast á við veikindi og eru efnalitlir. Hringurinn var stofnaður með það að sjónarmiði og vann í fyrstu með það markmið „að safna fé til hjálpar tæringarsjúkum fátæklingum í Reykjavíkurkaupstað.” Kristín stýrði starfi Hringsins í tæpa fjóra áratugi.

Fyrsta stóra verkefni Hringsins var að reisa og reka hressingarhæli á Vífilsstöðum fyrir berklasjúklinga svo þeir gætu náð fullum bata eftir sjúkrahúslegu. Síðar var hælið gefið ríkinu með öllum innanstokksmunum. Á stríðsárunum, árið 1942, setti félagið sér það markmið að koma á fót sérstökum barnaspítala og í kjölfarið var Barnaspítali Hringsins tekinn í notkun. Önnur stór verkefni Hringsins á síðari árum hafa verið uppbygging Barna- og unglingageðdeildar Landspítala (BUGL) og rekstur Sjónarhóls, ráðgjafarmiðstöðvar fyrir foreldra barna með sérþarfir.

Í gegnum starfsár sín hafa félagskonur Hringsins safnað mörg hundruð milljónum til styrktar starfsemi Landspítalans sem og félagasamtaka sem vinna að bættum hag barna og unglinga. Starfsemi félagsins er gott dæmi um það hvernig konur hér á landi hafa með kröftum sínum og hugsjónum komið á því velferðarkerfi sem við búum við í dag.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Ein ný sálmabók 1589

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Leikmynd og búningar Lothars Grund við Spádóminn

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall