Viðurkenningu Hagþenkis fyrir útgáfuárið 2023 hlaut Ólafur Gestur Arnalds fyrir ritið Mold ert þú – Jarðvegur og íslensk náttúra. Útgefandi er Iðnú. Í ályktunarorðum viðurkenningarráðs Hagþenkis segir um ritið:
"Stórvirki á sviði náttúru- og umhverfisfræði með áherslu á sérstöðu íslensks jarðvegs. Fjallað er ýtarlega um mikilvægi moldarinnar í vistkerfum þurrlendis með ríkulegum gögnum og myndefni."
Af þessu tilefni hefur verið sett upp örsýning í Þjóðarbókhlöðunni.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.