Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Fyrsta íslenska hljómplatan var 78 snúninga, tekin upp í Kaupmannahöfn 1910. Upp úr miðri 20. öldinni urðu miklar breytingar á miðlun tónlistar þegar hæggengar og sveigjanlegri vinylplötur komu til sögunnar. Íslenzkir tónar gáfu út fyrstu íslensku 45 snúninga plöturnar 1954. Fyrsta 33 snúninga platan (LP) kom út 1956 og var hún með Gísla Magnússyni píanóleikara. Hljómplatan var gefin út af His Masters Voice (HMV) og sá Fálkinn um dreifingu.

Mynd af þessari fyrstu íslensku LP plötu prýðir forsíðu plötuskrár sem Ólafur Jónsson tók saman 1956, en hann var deildarstjóri í hljómplötudeild Fálkans. Í skránni eru 175 hljómplötur með um 50 hljómsveitum og hljóðfæraleikurum. Íslensk lög á plötunum eru 140 talsins, en mikill fjöldi laga eftir erlenda höfunda, flest með íslenskum texta. Skránni er skipt í fimm kafla: Einsöngslög, kvartetta og kóra, sígilda tónlist, dans- og dægurlög og ýmsar plötur með upplestri, rímum o.fl.

Þá eru í skránni upplýsingar um helstu listamennina, skrá yfir íslensku lögin í stafrófsröð og útgáfu númeraskrá. Skráin er aðgengileg hér.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall