Arnbjörg æruprýdd dándis-kvinna á Vestfjördum Íslands. Lbs 2405 4to

Á þessu ári eru 300 ár frá fæðingu séra Björns Halldórssonar (1724-1794) frá Sauðlauksdal. Björn var á meðal upplýstari manna síns tíma þegar kom að jarðyrkju og búrekstri. Hann skrifaði leiðbeiningarit fyrir húsmæður um 1780 sem kom út á prenti árið 1843 í Búnaðarriti Suðuramtsins. Samkvæmt Birni átti góð húsmóðir að vera guðhrædd og laus við alla hjátrú, hún átti að sjá vel um heimilið, vera háttprúð og góð eiginkona sem styddi við bakið á eiginmanni sínum. Hún átti að kenna börnum þeirra góða hegðun, venja þau við margskonar fæði og aðstæður, kenna þeim að bera virðingu fyrir foreldrum sínum og að lesa og að leysa af hendi helstu verk. Arnbjörg er að vissu leyti hliðstæða Atla eftir Björn sem var bók fyrir unga menn sem voru að hefja búskap og kom út árið 1780. Handritið Lbs 2405 4to er eiginhandarrit Björns.

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Fyrsta íslenska LP platan í plötuskrá Fálkans 1956

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Lokaðar dyr - leikmynd eftir Lothar Grund

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Póesíbók Kristínar Vídalín Jacobson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Skjalasafn Hringsins

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall