Upplestur úr ljóðabókum sem tilnefndar eru til Maístjörnunnar

03.05.2024

Lesið verður úr ljóðabókum sem tilnefndar hafa verið til ljóðaverðlaunanna Maístjörnunnar í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu í hádeginu, kl. 12-13, miðvikudaginn 8. maí.
Tilnefndar bækur eru:
Áður en ég breytist eftir Elías Knörr
Dulstirni/Meðan glerið sefur eftir Gyrði Elíasson
Vandamál vina minna eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur
Flagsól eftir Melkorku Ólafsdóttur og Unu Hlíf Bárudóttur
Til hamingju með að vera mannleg eftir Sigríði Soffíu Níelsdóttur
Í myrkrinu fór ég til Maríu eftir Sonju B. Jónsdóttur
Ljóðaverðlaunin Maístjarnan eru einu verðlaunin á Íslandi sem veitt eru eingöngu veitt fyrir útgefna íslenska ljóðabók. Tilnefndar bækur eru til sýnis við innganginn í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðunnar.
Allar útgefnar íslenskar ljóðabækur ársins 2023, alls 83, sem skilað var til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns voru gjaldgengar.
Dómnefnd skipa Guðrún Eva Mínervudóttir fyrir hönd Rithöfundasambandsins og Jakub Stachowiak fyrir hönd Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns.
Verðlaunin verða veitt við athöfn í Þjóðarbókhlöðunni þann 15. maí.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall