DrögTryggva Magnússonar að skjaldarmerki Íslands

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

01.06.2024 - 01.10. 2024

Í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns eru varðveittar skissur að skjaldarmerki Íslands eftir Tryggva Magnússon. Tryggvi gerði fjölmargar skissur að skjaldarmerkinu uns það fékk sitt endanlega form. Þegar leið að endurreisn lýðveldisins 1944, fól Björn Þórðarson forsætisráð­herra þremur ráðuneytisstjórum; Vigfúsi Einarssyni, Agnari Kl. Jónssyni og Birgi Thorlacius, ásamt Matthíasi Þórðarsyni þjóðminjaverði, sem hafði verið ráðunautur um gerð skjaldarmerkisins 1919 að láta gera breytt skjaldarmerki. Matthías Þórðarson hafði milligöngu um að fá marga helstu myndlistarmenn þjóðarinnar til þess að gera tillögur að nýju skjaldarmerki, svokölluðu lýðveldismerki. Fór svo að teikning Tryggva Magnússonar var samþykkt og opinberuð á ríkisráðsfundi 17. júní 1944 sem skjaldarmerki lýðveldisins Íslands. Kórónan var felld í burtu af merkinu og lögun skjaldarins breytt. Skjaldberarnir voru teiknaðir með öðrum hætti en áður og einnig undirstaðan, sem skjöldurinn hvíldi á. Við gerð undirstöðunnar hafði Tryggva í huga „kirkjugólfið” á Kirkjubæjarklaustri.

Teikningar Tryggva að skjaldarmerkinu verða til sýnis í safninu í júní og fram í lok september.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Páll Björnsson - 400 ára minning

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Teikningar Rauðsokkahreyfingarinnar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 50 ára

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands 50 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall