Handrit að Lofsöngnum / Ó, guð vors lands

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

01.08.2024 - 01.10.2024

Lofsöngur er sálmur eftir Matthías Jochumsson við lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar, hvorttveggja samið fyrir þjóðhátíð í tilefni af þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Lag og ljóð voru frumflutt af blönduðum kór við hátíðarguðsþjónustu sem hófst klukkan 10:30 í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnudaginn 2. ágúst 1874 sem Lofsöngur í minningu Íslands þúsund ára og var konungur Danmerkur (og þar með konungur Íslands), Kristján IX, viðstaddur þá athöfn.

Árið 1942 afhenti Cyril Jackson ýmis skjöl Matthíasar Jochumssonar. Meðal þeirra var eiginhandarrit hans að Lofsöngnum. Eiginhandarritið er í stílabók og er hreinrit Matthíasar frá árinu 1904. Í handritinu er lofsöngurinn bæði á íslensku og dönsku.

Á árunum 1953–1954 gaf Elenore Sveinbjörnsson, ekkja Sveinbjarnar, íslensku þjóðinni ýmis handrit tónskáldsins, m.a. hreinritað nótnahandrit lofsöngsins.

Handrit Matthíasar og nótur Sveinbjarnar eru varðveitt í handritasafni Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns.

Jafnframt eru handritin að Lofsöng kjörgripir á vef safnsins í ágústmánuði.

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar

Gunnlaugur Briem - 250 ára fæðingarafmæli

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Benedikt S. Þórarinsson (lokið)

Benedikt S. Þórarinsson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Þýðingar íslenskra bókmennta á sænsku og ítölsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall