Sænski tónlistarfræðingurinn Göran Bergendal, sem vann lengi fyrir Sveriges Radio, afhenti 2. júlí Tónlistarsafni gögn sín um íslenska tónlistarmenn. Safn hans hefur að geyma handrit að greinum um íslenska tónlist og upptökur af viðtölum. Göran gaf út bókina New music in Iceland 1991 í samstarfi við þáverandi Tónverkamiðstöð og er hún aðgengileg á vefnum á baekur.is. Safnið er á safnmarkinu: TSÍ 2024/11 Göran Bergendal (f. 1938): Einkaskjalasafn. Göran kom fyrst til Íslands í tilefni af Listahátíð í Reykjavík 1972 og hefur verið reglulegur gestur á landinu æ síðan. Með honum í för voru Lena kona hans og dóttir þeirra. Tónskáldin Hjálmar H. Ragnarsson og Karólína Eiríksdóttir höfðu milligöngu um að gögnin kæmu til Íslands. Einnig voru við athöfnina tveir fyrrverandi starfsmenn safnsins, þeir Bjarki Sveinbjörnsson og Jón Hrólfur Sigurjónsson.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.