Jón Árnason var bókavörður við Stiftsbókasafnið, er síðar var nefnt Landsbókasafn frá 1848 til 1887. Hann var fyrsti starfsmaður safnsins, en áður hafði stjórnarnefnd safnsins sinnt því í hjáverkum. Safnið var formlega sett á fót árið 1818 og opnað til notkunar árið 1825. Það var til húsa á Dómkirkjuloftinu allt fram til 1881 þegar það fluttist í Alþingishúsið.
Jón tók á móti bókagjöfum til safnsins, þar á meðal frá útlöndum, en margar stofnanir og einstaklingar sendu safninu rit, sérstaklega í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Bókaskráning var umfangsmesti hluti starfsins og eftir Jón liggja fjölmargar skrár í skjalasafni safnsins og tvær prentaðar skrár; ein skrá í handriti frá 1849 og svo skrá yfir bækur sem gefnar voru safninu 1874.
Skráin er kjörgripur septembermánaðar í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá þessum bókagjöfum í tengslum við þjóðhátíðina 1874.
Skráin um bækur sem gefnar voru Stiptisbókasafninu 1874 er aðgengileg hér.
Eldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.