Skýrsla um bækur sem gefnar voru Stiptisbókasafninu 1874

Jón Árnason var bókavörður við Stiftsbókasafnið, er síðar var nefnt Landsbókasafn frá 1848 til 1887. Hann var fyrsti starfsmaður safnsins, en áður hafði stjórnarnefnd safnsins sinnt því í hjáverkum. Safnið var formlega sett á fót árið 1818 og opnað til notkunar árið 1825. Það var til húsa á Dómkirkjuloftinu allt fram til 1881 þegar það fluttist í Alþingishúsið.

Jón tók á móti bókagjöfum til safnsins, þar á meðal frá útlöndum, en margar stofnanir og einstaklingar sendu safninu rit, sérstaklega í tilefni af 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar árið 1874. Bókaskráning var umfangsmesti hluti starfsins og eftir Jón  liggja fjölmargar skrár  í skjalasafni safnsins og  tvær prentaðar skrár; ein skrá í handriti frá 1849 og svo skrá yfir bækur sem gefnar voru safninu 1874.

Skráin er kjörgripur septembermánaðar í tilefni af því að 150 ár eru liðin frá þessum bókagjöfum í tengslum við þjóðhátíðina 1874.

Skráin um bækur sem gefnar voru Stiptisbókasafninu 1874 er aðgengileg hér.

 

 

Fyrri kjörgripir


200 ára | 1818-2018

Handrit að Lofsöngnum / Ó, guð vors lands

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Reykjavíkurkort og Njóla eftir Björn Gunnlaugsson

Eldri kjörgripur

Sjá nánar
200 ára | 1818-2018

Drög Tryggva Magnússonar að skjaldarmerki Íslands

Eldri kjörgripur

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall