Bókasafn Menntavísindasviðs flutt í Þjóðarbókhlöðuna

13.09.2024

Bókasafn Menntavísindasviðs í Stakkahlíð hefur verið sameinað Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni og er það fyrsti áfanginn í flutningi Menntavísindasviðs á Háskólasvæðið.

Stærstur hluti safnsins er nú kominn á sinn stað, innan um annan safnkost í Bókhlöðunni. Námsgagnasafn, ásamt úrvali barnabóka, bíður þó enn framtíðarhúsnæðis í Sögu þar sem útibú verður sett upp þegar Menntavísindasvið flytur þangað. Áætlað er að útibúið opni fyrir lok þessa árs og þar verði einnig vinnuaðstaða fyrir nemendur.

Bókasafnið hefur ætíð gegnt mikilvægu hlutverki í sögu kennaramenntunar hér á landi, verið miðstöð þekkingar um uppeldismál og verður svo áfram undir nýju þaki.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall