Opið málþing um miðlun sögunnar

26.09.2024

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands býður til tveggja daga opins málþings um miðlun sögunnar sem var opnað í safninu fimmtudaginn 26. September og heldur áfram á Háskólatorgi og í Þjóðskjalasafni Íslands. Ráðstefnan er haldin með styrk rektors HÍ til stuðnings samfélagslegri virkni. Markmið þingsins er að hrinda af stað samtali milli akademískra sagnfræðinga og samfélagsins og spyrja krefjandi spurninga um tengsl milli fræða og miðlunar. Athygli er vakin á því að árlegur minningarfyrirlestur Jóns Sigurðssonar fer fram fyrsta þingdaginn, þar sem Thomas Cauvin, dósent í sögu fyrir almenning við Háskólann í Luxembourg, mun flytja erindi og ræða miðlun sögunnar við Guðna Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseta Íslands og prófessor í sagnfræði við HÍ.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall