Kaupmannahafnarborg ákvað að gefa Íslendingum styttu af Bertel Thorvaldsen (1770-1844) í tilefni af þjóðhátíðinni 1874 og 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar. Myndastyttan var afhent 7. ágúst 1874 en afhjúpuð og vígð á Austurvelli á afmælisdegi Thorvaldsens 19. nóvember 1875. Styttan var fyrsta útilistaverkið á Íslandi og markaði tímamót í listum á Íslandi og skil í sögu skipulags Reykjavíkur, en með uppsetningu hennar var Austurvöllur gerður að opinberu torgi. Daninn Carl Frederik Wilckens sem var einkaþjónn Thorvaldsens myndhöggvara, skrifaði bókina Træk af Thorvaldsens konstner- og omgangsliv sem var gefin út í Kaupmannahöfn 1874 og var bókin ein margra gjafa sem Landsbókasafninu bárust í tilefni af þjóðhátíðinni 1874. Bertel hét fullu nafni Albert Bertel Thorvaldsen. Faðir hans var íslenskur tréskurðarmaður, Gottskálk Þorvaldsson, sem fluttist til Danmerkur. Móðir hans, Karen Dagnes, var dönsk og ólst Bertel upp í Kaupmannahöfn.en dvaldi mestan hluta ævi sinnar í Róm. Ljósmyndin er gerð eftir ,,Daguerre“- týpu sem Aymard-Charles-Théodore Neubourg gerði af Bertel Thorvaldsen í Róm úti fyrir vinnustofu hans 1843.
Bókin er aðgengileg á baekur.is
Eldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.