Á ferðinni – Ísland og heimur á hreyfingu

22.10.2024

Haldin var málstofa um hreyfanleika fólks í fyrirlestrasal Þjóðarbókhlöðu þriðjudaginn 22. október. Viðburðurinn var haldinn í tengslum við sýninguna Andlit til sýnis, en sýningahöfundar eru Kristín Loftsdóttir og Anna Lísa Rúnarsdóttir sem báðar starfa við Háskóla Íslands. Erindi héldu Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði við HÍ, Sigurjón B. Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við HÍ, 
Katla Kjartansdóttir, doktorsnemi í menningarfræði við HÍ, Goda Cicėnaitė, doktorsnemi í hnattrænum fræðum við HÍ og Unnur Dís Skaptadóttir, prófessor í mannfræði við HÍ.
Málstofustjóri varr Ólafur Rastrick, prófessor í þjóðfræði. Eftir erindin gekk Anna Lísa Rúnarsdóttir með áhugasömum um sýninguna sem lýkur 27. október næstkomandi. 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall