Eiginhandarrit Jónasar Hallgrímssonar. Jónas var dáð og áhrifamikið skáld og rithöfundur snemma á nítjándu öld, sem og rómaður náttúrufræðingur, stundum kallaður ástmögur þjóðarinnar. Jónas ólst upp á Íslandi en fór í nám við Háskólann í Kaupmannahöfn og útskrifaðist 1838. Hann lagði í fyrstu stund á lögfræði, en náttúrufræðin tók fljótt yfir allan hans áhuga. Hann orti mörg ljóð um ævina, þar á meðal Ferðalok (árið 1845), sem birtist í tímaritinu Fjölni; eldri drög af ljóðinu voru titluð „Gömul saga“ og „Ástin mín“. Sagan segir að Jónas og Þóra, dóttir séra Gunnars Gunnarssonar prests í Laufási í Eyjafirði, hafi ferðast saman norður sumarið 1828 og hafi hugmyndin að ljóðinu kviknað á leiðinni. Ferðalok hefur verið kallað fallegasta ástarljóð íslenskrar tungu. Jónas dó sama ár og ljóðið birtist, aðeins 37 ára að aldri.
Eldri kjörgripur
Sjá nánarEldri kjörgripur
Sjá nánarNetspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.