Prentsmiðjuhandrit Jóns Árnasonar komið heim frá Bæjaralandi

14.11.2024

Þann 14. nóvember afhenti sendiherra Þýskalands menningar- og viðskiptaráðherra prentsmiðjuhandrit Jóns Árnasonar að Íslenzkum þjóðsögum og æfintýrum til varðveislu í Landsbókasafni við hátíðlega viðhöfn. Handritið var lengi talið glatað en kom í leitirnar í Bayerische Staatsbibliothek í München árið 1971, þar sem það hefur verið varðveitt síðan. Ávörp fluttu Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, Clarissa Duvigneau, sendiherra Þýskalands, Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir landsbókavörður, Örn Hrafnkelsson sviðstjóri varðveislu í Landsbókasafni og Vilhjálmur Bjarnason hvatamaður verkefnisins.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall