Tímanna safn - útgáfuhóf á 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu

05.12.2024

Haldið var upp á 30 ára afmæli Þjóðarbókhlöðu þann 4. desember og var um leið fagnað útgáfu kjörgripabókar Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Tímanna safn.

Halldóra Kristinsdóttir og Hildur Ploder Vigfúsdóttir ritstjórar bókarinnar kynntu hana og höfundar lásu upp.

Með bókinni, sem Hið íslenska bókmenntafélag gefur út í samstarfi við safnið, er ætlunin að varpa ljósi á fjölbreytni safnkostsins. Í henni er vakin athygli á efni sem lítið hefur verið fjallað um áður, í bland við þekktari gersemar í safnkostinum. Birtar eru ljósmyndir af hverjum kjörgrip ásamt texta þar sem gerð er grein fyrir honum. Höfundar texta eru bæði núverandi og fyrrverandi starfsmenn safnsins.

Opnuð hefur verið sýning í safninu á völdum kjörgripum.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.

Hleður spjall...
Netspjall