Samstarfssamningur Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns og Tónlistarmiðstöðvar markar mikilvægan áfanga í varðveislu íslenskrar tónlistar. Með undirritun þessa samnings eru nú formfest þau skref sem áður hafa verið tekin í átt að því að tryggja langtímavarðveislu frumgagna Tónlistarmiðstöðvar, en Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn hefur varðveitt þau síðan 2009.
Markmið samstarfssamningsins er þrískipt:
Koma skal í réttan farveg skylduskilum til Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns á útgefnu efni tónskálda, sem Tónlistarmiðstöð hefur milligöngu um að merkja með ISMN-númerum, og ákveða með hvaða hætti aðgengi að því efni skuli háttað.
Tryggja skal áframhaldandi varðveislu á tónlistarhandritum Tónlistarmiðstöðvar - frumgögnum - í Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni.
Afhenda Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni til varðveislu tónlistarhandrit sem eru í vörslu Tónlistarmiðstöðvar og úr höfundarétti.
Mikilvægi samstarfsins:
Þessi samningur leggur grunn að varðveislu íslenskra tónverka. Hann tryggir ekki aðeins að þessi verk glatist ekki heldur einnig að þau verði aðgengileg til rannsókna í framtíðinni. Með þessu er verið að styrkja hlutverk bæði Landsbókasafns og Tónlistarmiðstöðvar sem lykilstofnana í varðveislu og miðlun íslenskrar menningar.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.