Rannsóknarþjónusta Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns veitir doktorsnemum og rannsakendum hagnýt ráð á vikulegum veffyrirlestrum sem hefjast kl. 15 á miðvikudögum. Þann 12. febrúar verður farið yfir grunnatriði opins aðgangs. Eftir því sem fræðilegt landslag þróast er opinn aðgangur að rannsóknarniðurstöðum mikilvægur farvegur til að gera rannsóknir aðgengilegri og gegnsærri. Margrét Gunnarsdóttir fjallar hér um meginleiðir opins aðgangs og veitir hagnýtar ráðleggingar fyrir rannsakendur og doktorsnema.
Fyrirlesturinn verður á ensku. Tengill á viðburð
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.