Menningar-, nýsköpunar og háskólaráðherra Logi Már Einarsson hefur skipað Örn Hrafnkelsson í embætti landsbókavarðar. Alls bárust 15 umsóknir um starfið sem auglýst var 11. október sl.
Örn mun taka við starfi landsbókavarðar um næstu mánaðarmót samhliða því að Ingibjörg Steinunn Sverrisdóttir fer á eftirlaun eftir langan og farsælan feril við Landsbókasafn Íslands.
Örn er með B.A. og M.A. próf í sagnfræði og M.P.A. gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Frá árinu 1993 hefur Örn starfað hjá Landsbókasafni Íslands – Háskólabókasafni. Í fyrstu sem bókavörður í þjóðdeild en síðar sem fagstjóri og forstöðumaður handritadeildar. Frá árinu 2011 hefur Örn gegnt starfi sviðsstjóra við varðveislusvið Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Örn er mikill áhugamaður um handritalestur og útgáfu og hefur bæði skrifað fjölda greina þess efnis og erindi.
Netspjall_
Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.
Spjallið er opið 9:00 - 16:00 virka daga.