Prentlist og Passíusálmar

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sýningin Prentlist og Passíusálmar var opnuð í anddyri Hallgrímskirkju laugardaginn 24. mars. Sýningin er samstarfsverkefni Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Listvinafélags Hallgrímskirkju, sem fagnar nú 30. starfsári sínu.

Á sýningunni er stiklað á stóru gegnum útgáfusögu Passíusálma Hallgríms Péturssonar (1614–1674), en þeir hafa verið prentaðir 87 sinnum. Fyrsta útgáfa þeirra leit dagsins ljós á Hólum í Hjaltadal árið 1666 og síðast voru þeir prentaðir í Reykjavík árið 2009. Hefur varla nokkurt annað bókmenntaverk verið prentað jafnoft á íslenska tungu. Sálmarnir hafa einnig verið þýddir á fjölda annarra tungumála, m.a. dönsku, færeysku, ensku, norsku, hollensku, ítölsku og þýsku. Hallgrímssálmar, eins og þeir hafa verið kallaðir, eru einnig varðveittir í mörgum handritum.

Einkum eru sýndar myndir af titilsíðum en einnig bent á ýmislegt sem athyglisvert er við mismunandi útgáfur og prentanir, t.d. leturgerð, uppsetningu sálmanna og þróun titilsíðutexta. Einnig gefst gestum kostur á að hlýða á nokkur sýnishorn úr safni þjóðfræðasviðs Árnastofnunar af söng alþýðufólks á Passíusálmunum. – Sýningin stendur fram í ágúst.

  • Hönnun sýningar og textagerð: Þórunn Sigurðardóttir
  • Útlitshönnun: Ólafur Engilbertsson
  • Umsjón með hljóðdæmum: Rósa Þorsteinsdóttir
  • Ensk þýðing: Margaret Cormack
  • Sýningarstjóri: Emilía Sigmarsdóttir

Sýninguna er hægt að sækja hér (PDF - 1,1 Mb).

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Norrænt bókband 2018

Norrænt bókband 2018

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Jón Árnason – 200 ára

Jón Árnason – 200 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall