Eylenduhugsanir Jean Larson (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Ljósmyndasýning bandarísku listakonunnar Jean Larson, opnuð 15. september.

Myndirnar eru teknar á Vestfjörðum og sýna náttúruna og hið manngerða umhverfi í nýju ljósi. Hún nefnir sýningu sína Eylenduhugsanir eða Eylenda Musings.

Jean Larson er fædd í Ishpeming í norðurhluta Michigan-fylkis í Bandaríkjunum árið 1955 og ólst upp í Traverse City við strönd Michigan-vatns. Hún hóf ung að mála undir áhrifum af náttúrunni og umhverfi sínu og kom sér upp vinnustofu í Traverse City þar sem hún vann til ársins 1984 er hún flutti til Boston í þeim tilgangi að auka sýnileika sinn í listheiminum. Á næstu fimm árum hlutu verk Jean mikla viðurkenningu heima sem heiman og málverk hennar má nú finna í mörgum einkasöfnum í Norður-Ameríku, Evrópu, Asíu og Ástralíu. Gallerí víðsvegar í Bandaríkjunum kynna verk hennar. Árið 1992 yfirgaf Jean Bandaríkin og ferðaðist um Evrópu og settist að í litlu þorpi í Suður-Frakklandi þar sem náttúran veitti henni enn á ný innblástur til listsköpunar. Árið 2010 dvaldi hún á Íslandi þar sem hún fór að nota ljósmyndun til að dýpka túlkun sína á þeim stað þar sem náttúran og hinn manngerði heimur tvinnast saman og blandast. Nú gerir hún ráð fyrir að skipta tíma sínum á milli Íslands, New York og norðurhluta Michigan.

Exhibition banners

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Handrit kvenna dregin fram

Handrit kvenna dregin fram

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall