Fréttasafn - Landsbókasafn

Prufuaðgangur að rafrænu efni o.fl.

30.10.2012

Minnum á opinn prufuaðgang fyrir notendur á háskólanetinu að eftirfarandi gögnum:

Cambridge Books Online. Aðgangur að rafbókum frá Cambridge og fleiri þekktum fræðiritaútgáfum. Bækurnar eru á sviðum hug- og félagsvísinda ásamt raunvísindum, tækni og heilbrigðisvísindum.  Aðganginum lýkur 9. nóvember nk.

Handbook of Translation Studies. Ýmis fróðleikur um þýðingar og túlkun. Gagnlegt rit fyrir fræðimenn, nemendur og kennara í þýðingarfræðum, þýðendur og áhugafólk um tungumál og málvísindi.    Aðgangur er  til nóvemberloka.

Safnið hefur einnig keypt aðgang að og endurnýjað áskrift að eftirfarandi gagnasöfnum sem finna má undir Rafræn gögn á vef safnsins.

Motif-Index of folk-literature sem opinn er á tölvum á háskólanetinu. Skrá þessi er notuð m.a. til að greina minni í þjóðsögum, goðsögnum, dæmisögum og ævintýrum heimsbókmenntanna, m.a. í íslenskum fornbókmenntum.

Palgrave Dictionary of Economics uppsláttarriti með um 2000 greinum um hagfræði- og viðskiptafræðileg efni.

 


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall