Bestu jóla- og nýárskveðjur

29.12.2008

Landsbókasafn Íslands - Háskólabókasafn óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla og farsæls komandi árs með þökk fyrir það liðna.

Jólasveinar eiga sér fornar rætur í íslenskri þjóðtrú. Þeir eru nú oftast taldir vera 13. Þeir eru af tröllakyni, synir óvættanna Grýlu og Leppalúða og eiga heima í óbyggðum. Frásagnir af jólasveinum setja svip á íslenskt jólahald og á jólaföstu tínast þeir til byggða, einn á dag til aðfangadags, en hverfa síðan einn af öðrum til fyrri heimkynna. Nöfn þeirra eru ýmist dregin af því sem þeir ásælast eða því sem einkennir þá mest.

Teikningin er eftir Tryggva Magnússon (1900-1960) og er myndskreyting við ljóð Jóhannesar úr Kötlum í bókinni Jólin koma. Upprunalegu teikningarnar eru varðveittar í safninu.

 

Desember 2009

Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall