Jólin koma – 80 ára útgáfuafmæli – jólasýning (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Exhibition

Árið 1932 kom út kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum Jólin koma með vísum um íslenskar jólavættir. Tryggvi Magnússon myndskreytti bókina, en hann var þá þekktasti teiknari landsins. Bókin kom út á tíma sjálfstæðisbaráttunnar þegar þjóðararfurinn gekk í endurnýjun lífdaga. Þjóðsagnaminni voru færð nær þjóðinni og um leið mörkuð sérstaða íslenskrar menningar.

Í fyrstu eru jólasveinarnir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir og halda sínum séreinkennum og hrekkjum. Upprunalega voru þeir ekkert í líkingu við alþjóðlega jólasveininn eins og hann birtist í dag, síðskeggjaður, klæddur rauðum fötum og gefandi krökkum gjafir. En á 20. öldinni runnu þeir smámsaman saman við hann með tímanum og í dag eru þeir ekki sömu tröllin eins og þeim er upphaflega lýst.

Má telja líklegt að myndir Tryggva Magnússonar við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum endurspegli nokkuð hugmyndir manna um þá á þessu umbreytingatímabili. Frumteikningar Tryggva Magnússonar fyrir kvæðabókina Jólin koma hafa verið  varðveittar í Landsbókasafni frá 1989. Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu kvæðakversins Jólin koma og er í samstarfi við Forlagið sem gefur út kverið út í hátíðarútgáfu af þessu tilefni. Sýningin stendur fram á þrettándann 2013.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Norrænt bókband 2013

Norrænt bókband 2013

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Hafsteinn Guðmundsson

Hafsteinn Guðmundsson

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Þýðingar á frönsku og dönsku

Þýðingar á frönsku og dönsku

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Netspjall