Jólin koma – 80 ára útgáfuafmæli – jólasýning (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Árið 1932 kom út kvæðakver Jóhannesar úr Kötlum Jólin koma með vísum um íslenskar jólavættir. Tryggvi Magnússon myndskreytti bókina, en hann var þá þekktasti teiknari landsins. Bókin kom út á tíma sjálfstæðisbaráttunnar þegar þjóðararfurinn gekk í endurnýjun lífdaga. Þjóðsagnaminni voru færð nær þjóðinni og um leið mörkuð sérstaða íslenskrar menningar.

Í fyrstu eru jólasveinarnir taldir tröllum líkir, síðar í mannsmynd, en stórir, ljótir og luralegir og halda sínum séreinkennum og hrekkjum. Upprunalega voru þeir ekkert í líkingu við alþjóðlega jólasveininn eins og hann birtist í dag, síðskeggjaður, klæddur rauðum fötum og gefandi krökkum gjafir. En á 20. öldinni runnu þeir smámsaman saman við hann með tímanum og í dag eru þeir ekki sömu tröllin eins og þeim er upphaflega lýst.

Má telja líklegt að myndir Tryggva Magnússonar við jólasveinakvæði Jóhannesar úr Kötlum endurspegli nokkuð hugmyndir manna um þá á þessu umbreytingatímabili. Frumteikningar Tryggva Magnússonar fyrir kvæðabókina Jólin koma hafa verið  varðveittar í Landsbókasafni frá 1989. Jólasýning Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns er í tilefni af því að 80 ár eru liðin frá fyrstu útgáfu kvæðakversins Jólin koma og er í samstarfi við Forlagið sem gefur út kverið út í hátíðarútgáfu af þessu tilefni. Sýningin stendur fram á þrettándann 2013.

Sýningarskrá

Eldri sýningar og viðburðir

Allar sýningar
Hringurinn 120 ára

Hringurinn 120 ára

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Maístjarnan

Maístjarnan

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

"Þann arf vér bestan fengum"

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar
Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Heimskommúnisminn og Ísland (lokið)

Sýning í Þjóðarbókhlöðu

Sjá nánar

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall