Fréttasafn - Landsbókasafn

Nýir vefir

06.12.2012

Þann 30. nóvember síðastliðinn, í tilefni af 18 ára afmæli safnsins, voru tveir nýir vefir formlega opnaðir: Söguleg Íslandskort og Þýðingar Íslendingasagna. Sá fyrrnefndi er raunar elsta verkefni safnsins á sviði stafrænnar endurgerðar og hófst árið 1996 en hefur nú verið breytt töluvert með nýju viðmóti og nýjum stafrænum myndum af kortunum sem þar er að finna. Vefurinn er með slóðina islandskort.is. Skráning þýðinga Íslendingasagna er verkefni sem Ingibjörg Árnadóttir og Áslaug Agnarsdóttir hófu að vinna hjá bókasafni Háskóla Íslands og kemur nú fyrst út með vefviðmóti. Hægt er að skoða skrána á slóðinni sagas.landsbokasafn.is.


Til baka

Netspjall_

Vinsamlegast kynntu þig með nafni og netfangi.

Hleður spjall...
Netspjall